Fljótasta siglingaleiðin milli Skandinavíu og Íslands

Afhentu vörur í Danmörku á föstudegi og þær eru komnar til landsins á mánudegi.

Smyril Line Cargo byrjaði með nýja siglingaleið frá Danmörku, með viðkomu í Færeyjum, til Þorlákshafnar í janúar 2020.

Leiðin er sú fljótasta á milli Skandinavíu og Íslands. Nú er hægt að afhenda vöru í Hirtshals í Danmörku á föstudegi og kemur hún til Þorlákshafnar á mánudegi.

Með svo skjótum flutningi á þessari leið hafa viðskiptavinir okkar komist að því að hægt er að hagræða á lager og birgðahaldi umtalsvert og með því sparað verulegar fjárhæðir.

Þessi flutningsleið er sérstaklega hentug á flutningi á þurr-, frost- og ferskvöru hvort sem það eru palla- eða lausavöru flutningar eða fullar einingar.

Hafðu samband við inn@cargo.fo eða í síma 470-2800 til að fá að vita meira um verð og afhendingar.

Smyril Line er eina skipafélagið sem býður upp á ferjuskipaflutninga á Norður Atlantshafi, eða svokallaða RO/RO (e. Roll On-Roll Off) vöruflutninga, þar sem varan er flutt í tengivögnum sem keyrðir eru um borð í skipin. Það tryggir bæði vandaða og örugga vörumeðhöndlun, hvort sem um er að ræða frysti- eða kælitengivagna eða flutning á öðrum varningi, svo sem fólksbílum og stórum ökutækjum, sem þarf þá ekki að hífa um borð.

Félagið hefur siglt með farþega til og frá Íslandi frá því það var stofnað árið 1982. Frá því að Norræna var tekin í notkun árið 2003 hefur félagið boðið íslenskum inn- og útflytjendum upp á RO/RO vöruflutninga. Þeir jukust umtalsvert 2009 þegar Norræna hóf siglingar til Seyðisfjarðar allt árið. Enn frekari aukning varð á vöruflutningum félagsins til og frá Íslandi þegar vikulegar siglingar Mykines hófust í apríl 2017 til Þorlákshafnar og svo Mistral frá Danmörku til Þorlákshafnar í janúar 2020.

Hlökkum til að heyra í ykkur. 

Kærar kveðjur/best regards, 
Starfsfólk Smyril Line Cargo

Siglingaráætlanir

Smyril Line Cargo siglir vikulega frá Rotterdam, Hirtshals og Tórshavn og er með margar aðrar reglulegar siglingar sem má sjá í áætlun okkar.

Lestu meira
.

Skrifstofur

Smyril Line Cargo er með skrifstofur í Hafnarfirði, Þorlákshöfn, Seyðisfirði, Hirtshals DK, Rotterdam NL og í Þórshöfn FO. 

Lestu meira
.